Vefhönnuður

Hæfnikröfur

Í starfi sem vefhönnuður er mikilvægt að skilja þarfir notenda mismunandi vefsíðna og geta skipulagt efni og útlit með hliðsjón af því. Þar sem hröð þróun er á þessu sviði er nauðsynlegt að vera með puttann á púlsinum hvað varðar tæknilega möguleika sem og hvernig notendur leita eftir efni á netinu.

Hvernig verð ég?

Í vefskóla Tækniskólans er boðið upp á nám í að þróa, hanna og forrita veflausnir. Þá er diplómanám í vefmiðlun í boði við Háskóla Íslands.

Annars geta vefhönnuðir átt sér margvíslegan bakgrunn, allt frá því að vera sjálflærðir í að hafa jafnvel stundað langskólanám í greinum á borð við vef- og margmiðlunarhönnun, grafíska hönnun eða forritun.

Nánari upplýsingar