Veðurfræðingur

Hæfnikröfur

Veðurfræðingur þarf að hafa góða greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu talna og gagna. Góð tölvufærni er nauðsynleg sem og hæfni til að leysa vandamál. Mikilvægt er að hafa áhuga á vísindum, umhverfi og náttúru landsins og geta starfað í teymi. Góð samskiptafærni í ræðu og riti er einnig mjög æskileg.

Hvernig verð ég?

Háskólanám í raungreinum á borð við eðlisfræði og stærðfræði er algengasti grunnur veðurfræðinga sem þurfa að öðru leyti að sækja nám sitt í erlenda háskóla.

Nánari upplýsingar