Rennismiður

Hæfnikröfur

Rennismiður þarf að hafa haldgóða þekkingu á tölvum og þekkja vel málmtegundir og þær vélar og verkfæri sem unnið er með. Rennismiðir vinna með handvirkar og tölvustýrðar iðnvélar, einkum spónatökuvélar eins og rennibekki og fræsivélar en einnig ýmis handverkværi svo sem rennimál, míkrómæli, slípirokka og handborvélar. Rennismiður þarf að geta hugað að mismunandi verklagi eftir því hvort um stykkjaframleiðslu, viðgerðarvinnu eða fjöldaframleiðslu er að ræða.

Hvernig verð ég?

Nám í rennismíði hefur verið kennt við Borgarholtsskóla og Tækniskólann auk þess sem grunnnám málmiðngreina má finna víðar. Nám rennismiðs tekur um þrjú ár auk 15 mánaða starfsþjálfunar.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.