Rafvirki

Hæfnikröfur

Rafvirki þarf að þekkja vel búnað raftækja, rafvéla og forritanlegra raflagnakerfa og geta annast uppsetningu þeirra og viðhald. Gott er að hafa grunnþekkingu á vél- og hugbúnaði tölvukerfa, þekkja til lýsingartækni og geta framkvæmt bilanaleit og viðgerðir í rafbúnaði.

Í starfi rafvirkja er mikilvægt að þekkja öryggisþætti í rafiðnaði, svo sem neyðarrofa, neyðarstopp og snertihættu og viðhafa viðeigandi varúðarráðstafanir. Rafvirkjar nota ýmis mælitæki við vinnuna sem og almenn og sérhæfð hand- og rafmagnsverkfæri.

Hvernig verð ég?

Rafvirkjun er kennd við Tækniskólann, Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Vesturlands, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Verkmenntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskóla Austurlands.

Meðalnámstími í rafvirkjun er fjögur ár með meðtalinni 24 eða 48 vikna starfsþjálfun. Grunnnám í rafiðnum er tveggja ára nám, í boði við fyrrnefnda skóla auk Fjölbrautaskóla Suðurlands, Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum og Menntaskólann á Ísafirði.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.