Málari

Hæfnikröfur

Málari þarf að þekkja öll helstu efni sem notuð eru í málningarvinnu, litafræði og afleiðingar raka, myglu og fúa. Gott er að þekkja til húsafriðunar og eldri málningaraðferða. Málarar vinna hvort tveggja inni og úti, mest með höndunum en nýta sér einnig tölvutæk teikni- og hönnunarforrit. Unnið er með pensla, rúllur, rúllubakka, sprautur, spaða, sandpappír, slípirokka og margt fleira.

Hvernig verð ég?

Málarabrautir eru við Tækniskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri. Meðalnámstími er fjögur ár, fjórar annir í skóla og 96 vikna starfsþjálfun. Grunnnám í bygginga- og mannvirkjagreinum má einnig finna við marga framhaldsskóla. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.