Ljósmóðir

Hæfnikröfur

Ljósmæður fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið B.S.-gráðu í hjúkrunarfræði auk kandídatsnáms í ljósmóðurfræði. Viðbótarskilyrði eru fyrir sérfræðileyfi á klínískum sérsviðum.

Ljósmóðir þarf að þekkja vel þau lög og reglugerðir sem gilda um heilbrigðisstarfsmenn og geta borið ábyrgð á störfum sínum við forvarnir, ráðgjöf, ljósmóðurfræðilega greiningu og með­ferð. Í starfi ljósmóður er mikilvægt að þekkja siðareglur stéttarinnar, virða faglegar takmarkanir og þagnarskyldu þegar við á.

Hvernig verð ég?

Kandídatsnám í ljósmóðurfræði er tveggja ára háskólanám á meistarastigi. Fullt meistaranám í ljósmóðurfræði krefst eins til tveggja ára til viðbótar.

Nánari upplýsingar