Íþróttaþjálfari

Hæfnikröfur

Í starfi íþróttaþjálfara er mjög mikilvægt búa yfir ítarlegri þekkingu á þeirri íþróttagrein sem um ræðir sem og getu í greininni sjálfri. Þjálfunin þarfnast skipulagshæfileika og getur starfið reynt á, hvort tveggja líkamlega og andlega. Hæfni til að starfa með öðrum er afar mikilvæg enda beinist þjálfunin oft að þátttakendum á mismunandi getustigi.

Hvernig verð ég?

Almennt er ekki krafist formlegrar menntunar til að starfa sem íþróttaþjálfari þó slíkt geti verið afar gagnlegt. Í flestum íþróttum þarf þó að ljúka ákveðnu námi til að geta þjálfað afreksíþróttafólk. Innan sumra íþróttagreina er einnig gerð krafa um að hafa lokið þjálfaranámskeiðum burtséð frá því hvar til stendur að þjálfa en slíkt getur verið komið undir einstaka sérsamböndum.