Hljóðmaður

Hæfnikröfur

Hljóðmaður þarf að hafa góða þekkingu á upptökutækni ásamt hljóð- og rafmagnsfræði. Mikilvægt er að hafa góða heyrn, vera taktviss, geta greint hljóð auk áhuga á tónlist. Starfið krefst þolinmæði, einbeitingar og auga fyrir smáatriðum. Í starfi hljóðmanns er mikilvægt að geta unnið sveigjanlegan vinnutíma undir nokkru álagi. Góð samskiptafærni og geta til að vinna sem hluti af teymi er einnig mjög æskileg.

Hvernig verð ég?

Hljóðtækni er kennd í Tækniskólanum og er eins árs 60 eininga nám en tveggja ára framhaldsskólanámi þarf að hafa lokið áður. Einnig hefur verið boðið upp á styttri námskeið í samvinnu við upptökuver. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Nánari upplýsingar

Lýsing á starfi hljóðmanns á vef Bendils áhugakönnunar