Frístundaleiðbeinandi

Hæfnikröfur

Starf frístundaleiðbeinanda krefst oft þekkingar á ákveðnum sviðum til dæmis leiklist, myndlist, tónlist, ljósmyndun eða myndbandagerð, almennri tölvunotkun, netnotkun eða umbrotsgerð. Tæknikunnátta, reynsla af ferðamennsku og þekking á helstu íþróttum getur einnig reynst gagnlegt í starfi auk þess sem frumkvæði og hæfni í félagslegum samskiptum er afar æskileg.

Hvernig verð ég?

Námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði er í boði við Háskóla Íslands. Alla jafna er þó ekki gerð krafa um að hafa lokið háskólanámi.

Nánari upplýsingar