Efnafræðingur

Hæfnikröfur

Efnafræðingur þarf að hafa áhuga á raunvísindum, þolinmæði og nákvæmni í vinnubrögðum. Góð tölvu- ensku- og stærðfræðikunnátta er nauðsynleg. Þá ber góður efnafræðingur virðingu fyrir efnunum sem unnið er með og meðhöndlar þau af alúð og varfærni, þar sem mörg þeirra eru hættuleg mannslíkamanum.

Hvernig verð ég?

Nám í efnafræði til BS – gráðu er þriggja ára háskólanám. Framhaldsnám í greininni er einnig í boði til meistara- og doktorsgráðu.

Nánari upplýsingar