Dýralæknir

Hæfnikröfur

Í starfi dýralæknis er nauðsynlegt að hafa áhuga á velferð dýra, geta sett sig í spor eigenda dýra og sýnt nærgætni. Mikilvægt er að hafa til að bera þolinmæði, ákveðni og getu til að taka erfiðar ákvarðanir. Einnig er gott að vera vel á sig kominn líkamlega og hafa færni í koma auga á smáatriði.

Hvernig verð ég?

Dýralæknamenntun er á háskólastigi og tekur frá fimm og hálfu ári upp í sex og hálft ár. Dýralækningar eru ekki kenndar hér á landi og hafa dýralæknar því sótt menntun sína til Norðurlanda og annarra landa innan Evrópu. Nánar um nám dýralækna og skóla erlendis.

Nánari upplýsingar