Bakari

Hæfnikröfur

Í starfi bakara þarftu að þekkja til algengustu hráefna, kunna á meðferð þeirra og geta sagt til um hollustu- og næringargildi. Mikilvægt er að geta reiknað verð á vöru og þjónustu og sýnt ábyrgð í sambandi við hreinlæti á vinnustað og þjónustu við viðskipavini.

Hvernig verð ég?

Námsbraut í bakaraiðn er í Menntaskólanum í Kópavogi. Meðalnámstími er fjögur ár. Að auki er tveggja anna grunnnám matvælagreina kennt við Verkmenntaskólann á Akureyri. Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Nánari upplýsingar