Tónskáld semja margs konar tónlist til flutnings, svo sem fyrir tónleika, einstaka flytjendur eða hljóðfæri, og jafnvel hluti eða vélbúnað. Tónlistin getur verið af ýmsum toga, tengd söng, hljóðfæraleik og rafbúnaði, alls konar miðlum og tjáningarformum sem og öllum mögulegum samsetningum og afbrigðum þessa.

Raunar hefur orðið „tónskáld“ í gegnum tíðina oftast verið tengt þeim sem býr til tónlist innan vestrænnar tónlistarhefðar, því sem er kallað „klassísk tónlist“ eða „samtímatónlist“ og gjarnan tengd formlegri menntun í greinum á borð við tónlistarsögu, hljóðfæraleik, nótnalestri, hlustun og tónlistargreiningu. Sum tónskáld hafa einnig bakgrunn í tæknilegum þáttum tengdum tónlist, til dæmis hljóðversvinnu, forritun og tæknilausnum ýmiskonar.

Starfsheitið tónskáld er samt notað í tengslum við alls konar tónlist og tónlistarhefðir, svo sem djass og dægurtónlist þó orðið „lagahöfundur“ sé algengara þegar um er að ræða popp, rokk og þjóðlagatónlist.

Tónskáld starfa oft sjálfstætt, jafnvel samhliða öðrum tónlistartengdum verkefnum s.s. kennslu í tónlistarskólum eða á framhalds- og/eða háskólastigi.

Helstu verkefni

Dæmi um tónverk:

- óperur, kórverk og verk fyrir hljómsveitir
- hljóðlist og innsetningar
- tónlist fyrir sjónvarp, útvarp, kvikmyndir og tölvuleiki
- tónlist fyrir leikhús, dans og aðrar sviðslistir
- auglýsingatónlist

Hæfnikröfur

Tónskáld þurfa að vera músíkölsk og skapandi. Mikilvægt er að geta umbreytt tilfinningum og hughrifum í tónlist auk mikillar þekkingar á tónsmíðatækni.

Tónskáldafélag Íslands
Byggt á Utdanning.no - Komponist

Námið

Fjölbreytt tónlistarnám er í boði á Íslandi, allt frá styttri námskeiðum og að námsbrautum á framhaldsskóla- og háskólastigi.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika