Tanntæknir vinnur með tannlækni og aðstoðar við aðgerðir. Í starfinu felst að taka á móti viðskiptavinum, búa þá undir aðgerðir, taka til áhöld og vinna með tannlækni við tannlæknastólinn. Tanntæknir er lögverndað starfsheiti.

Tanntæknir starfar undir stjórn tannlækna, ýmist á almennri tannlækningastofu eða hjá sérfræðingi.

Helstu verkefni

- veita leiðbeiningar um rétta tannhirðu
- aðstoða við að taka mát og afsteypur og smíða tannlíkön
- vinna fjögurra handa vinnu við stól
- sótthreinsun á áhöldum og búnaði
- móttaka, símsvörun og tímapantanir
- vistun á sjúkraskýrslum, innköllunarlista og skráningum
- umsjón með birgðahaldi, lager og innkaupum

Hæfnikröfur

Tanntæknar fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið námi í tanntækni á framhaldsskólastigi. Tanntæknir þarf meðal annars að kunna að taka röntgenmyndir, framkalla þær og ganga frá, ásamt því að geta miðlað fræðslu og leiðbeiningum um góða munn- og tannhirðu.

Félag tanntækna og aðstoðarfólks tannlækna

Námið

Tanntæknabraut er í Fjölbrautaskólanum við Ármúla og er um þriggja ára nám á framhaldsskólastigi, bóklegt og verklegt.

Verklega námið fer fram við tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika