Tannfræðingar vinna við fræðslu og ráðgjöf, skipulagningu og framkvæmd tannverndar auk þeirra klínísku starfa á sviði tannheilsu sem þeir hafa menntun til. Tannfræðingar eru löggilt heilbrigðisstétt.
Tannfræðingar vinna á tannlæknastofum, í skólum, heilsugæslu og sjúkrastofnunum og sinna öllum aldurshópum í störfum sínum.

Helstu verkefni

- skoða tennur og tannhold og skrá niður sjúkdómtilfelli
- skoða slímhimnur og bit tanna
- taka röntgenmyndir
- tannhreinsun og meðhöndlun tannholdssjúkdóma
- leiðbeina um rétta munnhirðu
- flúormeðferð og skorufyllingar

Hæfnikröfur

Tannfræðingar fá starfsleyfi frá landlækni og þurfa að hafa lokið námi í tannfræði á háskólastigi. Tannfræðingur þarf að geta borið ábyrgð á þeirri greiningu og meðferð sem veitt er. Mikilvægt er að virða faglegar takmarkanir og leita eftir aðstoð eða vísa sjúklingi til annars heilbrigðisstarfsmanns ef við á.

Námið

Tannfræði er þriggja ára nám á háskólastigi. Námið er ekki í boði á Íslandi og hafa flestir íslenskir tannfræðingar stundað nám sitt í Skandinavíu.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika