Tæknifræðingar vinna við að hagnýta fræðilega verkþekkingu innan atvinnulífsins. Í starfinu felst meðal annars nýsköpun, vöruhönnun og þróun nýrra lausna við byggingaframkvæmdir, hönnun mannvirkja, rafeindakerfa eða véla. Tæknifræðingur er löggilt starfsheiti.

Sem tæknifræðingur gætirðu til dæmis unnið á verkfræði- eða ráðgjafastofum, í tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækjum, í sjávarútvegi, fjármála- eða fjarskiptafyrirtækjum.

Helstu verkefni

- hanna mannvirki á borð við jarðhitavirkjanir eða rafeinda- og fjarskiptakerfi
- ráðgjöf í framleiðslufyrirtækjum
- framkvæmdastýring, áætlanagerð, verkefna- og gæðastjórnun
- vöruhönnun og vöruþróun
- hönnun og uppsetning véla

Hæfnikröfur

Tæknifræðingar þurfa að hafa áhuga á tækni og tæknilegum lausnum auk þess sem hæfni til að leysa flókin vandamál og hanna verkferla er nauðsynleg. Nákvæm og skipulögð vinnubrögð eru mikilvægir eiginleikar ásamt því að eiga auðvelt með að taka ákvarðanir, stjórna verkefnum og bera ábyrgð.

Verkfræðingafélag Íslands

Námið

Ljúka þarf þriggja til fjögurra ára háskólanámi til að öðlast löggildingu sem tæknifræðingur. Í Háskólanum í Reykjavík er um að ræða fjórar greinar til BSc gráðu; byggingartæknifræði, rafmagnstæknifræði og véla- og orkutæknifræði.

Í Háskóla Íslands er um tvær námsleiðir að ræða; 90 eininga grunndiplómu og  nám til BS gráðu.

Þá er grunnnám í iðnaðar- og orkutæknifræði í boði við Háskólann á Akureyri.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika