Stýrimenn sinna öllum helstu verkefnum skipstjóra. Stig þeirra til skipstjórnarréttinda (A – E) eru öll hin sömu og fást að fullnægðum skilyrðum um siglingatíma og starfsþjálfun.

Stýrimenn starfa á margs konar skipum, svo sem fiskiskipum, dráttarbátum, flutningaskipum og varðskipum.

Helstu verkefni

Í samráði við skipstjóra:

- skipuleggja og taka ákvarðanir um siglingaleið, stefnu og siglingalag
- stjórna skipi við sérstakar aðstæður svo sem þegar lagst er að bryggju
- samræma störf um borð
- velja fiskimið, skipuleggja veiðar og sjá til að veiðarfæri séu í lagi
- umsjón með fermingu og affermingu skips
- ráðningar og skráning skipshafnar

Hæfnikröfur

Stýrimaður þarf að hafa þekkingu og færni til að stjórna skipum sem réttindi þeirra ná yfir og geta tekið við yfirstjórn skips í forföllum skipstjóra. Mikilvægt er að geta metið veðurfarslegar aðstæður og þær hættur sem skapast geta um borð og á hafi úti. Stýrimenn þurfa að þekkja vel til hvers kyns siglingartækja og sjókorta, auk fiskileitartækja þegar það á við.

Félag skipstjórnarmanna

Námið

Nám í skipstjórn skiptist í fimm réttindastig sem hvert um sig gefur réttindi til starfa um borð í skipum af mismunandi stærð og gerð. Réttindastig D veitir ótakmörkuð réttindi á öll skip, nema varðskip, en stig E er fyrir skipherra á varðskipum.

 Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika