Starf í íþróttahúsi tengist móttöku og ýmis konar aðstoð og þjónustu við þau sem þangað sækja. Þannig felst starfið jöfnum höndum í umsjón með húsnæði, samskiptum og þjónustu auk þrifa og baðvörslu svo gestir íþróttahúss geti sinnt sínum erindum öruggir og innan setts tímaramma.

Í íþróttahúsum er oft unnið á vöktum, gjarnan í hávaða og erli þar sem mikið er um samskipti við annað starfsfólk, kennara, þjálfara, foreldra, börn og aðra gesti hússins. Starfsaðstæður geta oft verið viðkvæmar og mikilvægt að fylgja reglum um persónuvernd og þagnarskyldu.

Helstu verkefni

- aðstoð við börn og einstaklinga með sérþarfir
- eftirlit með húsnæði og búnaði
- minniháttar viðhaldsverkefni og innkaup á rekstrarvörum
- viðvera og aðstoð við íþróttakennslu og æfingar
- fylgjast með samskiptum, leysa úr ágreiningi og vísa erfiðum málum í réttan farveg
- sinna minniháttar meiðslum og fylla á sjúkrakassa
- símavarsla og upplýsingagjöf
- þrif eftir viðeigandi gátlista

Hæfnikröfur

Starf í íþróttahúsi getur verið líkamlega erfitt, ekki síst þrif þar sem hvort tveggja er unnið með ýmis konar vélar og jafnvel hættuleg efni. Mikilvægt er að geta brugðist hratt og vel við, tekið sjálfstæðar ákvarðanir en um leið fylgt verk- og starfslýsingum.

Til að starfa í íþróttahúsi þarf að hafa gilt skyndihjálparskírteini og hreint sakavottorð.

Starfaprófílar FA

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til starfa í íþróttahúsum en starfstengd námskeið kunna að vera í boði.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika