Starf á bensínstöð felst að miklum hluta í sölu og afgreiðslu á eldsneyti, smávöru og veitingum.
Í starfinu hefur þáttur afgreiðslu á kassa aukist talsvert samhliða sjálfsafgreiðslu á eldsneyti.

Helstu verkefni

- afgreiða eldsneyti, bílavörur, matvöru og aðra smávöru
- dæla eldsneyti á eldsneytistanka ökutækja
- aðstoða og ráðleggja viðskiptavinum í sambandi við smærri bílvandamál
- veita upplýsingar um notkun á ýmis konar vörum fyrir bifreiðar
- aðstoða við vörumóttöku, frágang á vörum og áfyllingu á hillur
- þrífa eldsneytisdælur og bensínafgreiðslusvæði

Hæfnikröfur

Til að fá starf á bensínstöð þarftu að hafa náð 18 ára aldri. Í starfinu reynir mikið á samskipti og þjónustu og hæfileikar á því sviði þar af leiðandi mikilvægir. Einnig er grundvallarfærni í lestri, reikningi og erlendum tungumálum, frumkvæði og skipulagningarhæfileikar góðir kostir ásamt þekkingu á bílum og bílvörum.

Námið

Ekki er gerð formleg krafa um menntun til að gegna starfi bensínafgreiðslumanns. Olíufélögin bjóða hins vegar upp á sí- og endurmenntunarnámskeið ásamt námskeiði fyrir nýliða í starfi. Dæmi um slíkt eru námskeið í sjálfsstyrkingu og samskiptum, tölvunámskeið, námskeið um bíla og bílvörur og tungumálanámskeið.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika