Kerfisfræðingar annast skipulagningu verkefna sem tengjast tölvukerfum ásamt því að hanna og forrita hugbúnað og annast uppsetningu og viðhald tölvukerfa.

Sem kerfisfræðingur gætirðu unnið mjög víða, raunar hvar sem tölvur og hugbúnaður er staðsettur, hvort heldur sem er í fyrirtækjum eða opinberum stofnunum.

Helstu verkefni

- meta og greina þarfir notenda tölvukerfa
- smíða og prófa forrit eða hugbúnaðarkerfi
- breyta forritum í samræmi við þarfir notenda
- gera kostnaðar- og verkáætlanir fyrir tölvukerfi
- ráðgjöf við val á vél- og hugbúnaði
- fylgjast með nýjungum sem starfinu tengjast

Hæfnikröfur

Kerfisfræðingar þurfa að eiga auðvelt með skipulag og ákvarðanatöku ásamt því að geta hugsað í lausnum. Afar mikilvægt er að hafa áhuga á flestu því sem kemur að tölvum, virkni þeirra, hugbúnaði og forritum.

Námið

Við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík er í boði diplómanám í tölvunarfræði.

Hægt er að bæta við þriðja árinu og ljúka BSc gráðu en slíkt nám er einnig í boði við Háskóla Íslands.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika