Heilbrigðisritarar vinna margvísleg störf á heilbrigðisstofnunum. Í störfum þeirra er um að ræða mikil dagleg tengsl við sjúklinga og aðstandendur þeirra, til dæmis í sambandi við flutning á milli deilda eða í rannsóknir. Heilbrigðisritarar sinna móttöku sjúklinga, símsvörun og skráningu tímapantana, taka á móti greiðslum, senda út reikninga og sinna ýmis konar gagnaöflun, gagnaumsýslu og skráningu.
 Starfsvettvangur heilbrigðisritara er á sjúkrahúsum, heilsugæslu, rannsóknarstofum eða öðrum fyrirtækjum í heilbrigðisþjónustu. Þá starfa heilbrigðisritarar víða sem aðstoðarmenn deildarstjóra hjúkrunar.

Helstu verkefni

- móttaka sjúklinga
- símsvörun og skráning tímapantana
- kalla inn sjúklinga af biðlistum
- panta rannsóknir og þjónustu fyrir sjúklinga
- viðveruskráning starfsmanna og gerð vaktalista
- panta sérhæfðar vörur af lager, skrifstofuvörur og eyðublöð
- gagnaskráning
- taka niður beiðnir og koma áleiðis til réttra aðila

Hæfnikröfur

Í starfi heilbrigðisritara gætirðu þurft að eiga samskipti við ólíka einstaklinga með ólíkar þarfir og takast á við erfið samskipti. Mikilvægt er að búa yfir góðri tölvukunnáttu og þekkja til varðveislu upplýsinga, skjalavörslu og tölvuskráningar. Heilbrigðisritari þarf að vera fær um að vinna sjálfstætt, geta forgangsraðað verkefnum og gæta þagmælsku í störfum sínum.
Félag heilbrigðisritara

Námið

Námið er á framhaldsskólastigi, við heilbrigðisritarabraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Meðalnámstími er tvö og hálft ár, fjögurra anna nám í skóla ásamt vinnustaðanámi.
Heilbrigðisritarabrú kann einnig að vera í boði, ætlað þeim sem hafa starfsreynslu eða fyrra nám til að byggja á.

Ekki fyrir þig?

Skoðaðu aðra valmöguleika