Tækninám á framhaldsskólastigi er hugsað til undirbúnings frekara námi innan tækni og vísinda sem og til að efla tengsl skóla og atvinnulífs. Náminu lýkur alla jafna með stúdentsprófi. Tenging við atvinnulífið er meiri en í hefðbundnu bóknámi og tekur kennslan mið af því.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla með ákveðnum lágmarksskilyrðum sem hægt er að kynna sér á heimasíðum viðkomandi skóla.

Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám á tæknibrautum er gjarnan skipulagt þannig að iðn- og starfsnámsnemendum gefist kostur á að ljúka stúdentsprófi og þannig uppfylla skilyrði háskólanáms á sviði tæknigreina.

Kennsla

Tækninámsbrautir hafa verið í boði við nokkra framhaldsskóla:

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði - tæknisvið í forritun
K2 – braut Tækniskólans - undirbúningur fyrir háskólanám í tækni- eða vísindagreinum.
Nýsköpunar- og tæknibraut VA – frumkvöðlafræði, stafræn smiðja, forritun, vefmiðlun, rafmagns-, málm- og trésmíðar.
Menntaskólinn á Akureyri - raungreina- og tæknibraut
Tæknistúdent FNV - fyrir nemendur í starfsnámi sem vilja ljúka stúdentsprófi.

Að loknu námi

Nám á tæknibraut getur verið góður undirbúningur fyrir háskólanám á sviði tækni og vísinda.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika