Áhersla sérnáms- og starfsbrauta er á almenna og hagnýta þekkingu, sjálfstæði og viðfangsefni daglegs lífs út frá styrkleikum hvers og eins. Um er að ræða sérhæft nám sem tekur mið af færni og áhuga nemenda. Nám á starfsbraut getur tekið allt að fjögur ár.

Nemendur á starfsbraut hafa gjarnan haft aðlagað námsefni í grunnskóla og er því allt nám einstaklingsmiðað með fjölbreyttum kennsluaðferðum.

Kröfur

Til að hefja nám á starfsbraut þurfa að vera til staðar viðurkennd greiningargögn um fötlun samkvæmt lögum um málefni fatlaðra.

Námsskipulag

Alla jafna er bæði um að ræða bóklegt nám og verklegt þar sem sett er saman einstaklingsnámskrá og horft til áhuga, stöðu og styrkleika hvers nemanda. Valáfangar geta verið af ýmsum toga eftir framboði hvers skóla en oft tengdir verk- og listgreinum, hönnun, íþróttum, tungumálum og upplýsingatækni.

Námsáherslur ganga út á að styrkja náms,- starfs- og félagslega stöðu nemenda ásamt samskiptahæfni og sjálfstrausti. Oftast er um að ræða umsjónarkennara sem aðstoða við námið og miðlun upplýsinga til og frá skóla.

Kennsla

Starfsbrautir hafa verið í boði við nokkuð marga framhaldsskóla og best að kynna sér þær nánar á heimasíðum hvers skóla.

Að loknu námi

Náminu er ætlað að veita almennan undirbúning fyrir daglegt líf, frekara nám auk kynna af þátttöku á vinnumarkaði.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika