Hæfniþrep: 3
Skógtækni picture

Skógtækninám/garðyrkjunám á sviði skógar og náttúru er starfstengt og á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að efla færni og þekkingu varðandi skógrækt, uppgræðslu og alhliða landbætur. Er til að mynda farið í auðlinda-, vist- og umhverfisfræði, jarðvegs- og áburðarfræði, plöntuþekkingu, útivistarsvæði og friðlönd.

Námstími er þrjú ár að meðtalinni 60 vikna starfsþjálfun.

Kröfur

Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið 12 vikna reynslutíma við alhliða skógræktar- eða garðyrkjustörf auk hluta af verknámi áður en bóknám hefst. Þá þarf að hafa lokið tveimur til fjórum önnum í framhaldsskóla, þar af ákveðnum einingum í vissum fjölda greina. Heimilt er að meta reynslu úr atvinnulífi til hluta námsins og er það skoðað hverju sinni.

Athugaðu hvort námið gæti verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám á sviði skógar og náttúru skiptist í sérgreinar brautarinnar og starfsþjálfun. Starfsþjálfun fer fram á verknámsstað sem nemandi hefur valið sér og skólinn samþykkt.

Kennsla

Skógtækninám/garðyrkjunám á sviði skógar og náttúru hefur verið kennt við Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi.

Að loknu námi

Að námi loknu geta nemendur unnið við margvísleg störf sem tengjast skóg- og trjárækt ásamt uppgræðslu, náttúruvernd og útivistar- og ferðaþjónustusvæðum.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika