Hæfniþrep: 6
Sjúkraþjálfun picture

Nám í sjúkraþjálfun til starfsréttinda er heildstætt grunn- og framhaldsnám á háskólastigi. Byggist það á heilsueflingu, forvörnum og ráðgjöf til einstaklinga og samfélags. Farið er í kenningar um hreyfistjórn og hreyfinám sem og hugmyndafræði um færni, fötlun og heilsu ásamt verknámi þar sem unnið er með skjólstæðingum.

Náminu lýkur með BS í sjúkraþjálfarafræðum og MS prófi í sjúkraþjálfun. Námstími er þrjú ár til BS prófs og tvö ár til MS prófs.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kröfur

Grunnnám (BS): Umsækjendur sem lokið hafa stúdentsprófi eða sambærilegu námi, hafa möguleika á að taka inntökupróf sem haldið er í júní ár hvert. Sjá nánar um inntökuskilyrði.
Framhaldsnám (MS): Umsækjendur skulu hafa lokið BS prófi í sjúkraþjálfunarfræðum.
Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Grunnnámið byggist á skyldunámskeiðum og er kennt í staðnámi. Tekur það þrjú ár og er farið í grunngreinar sjúkraþjálfunarinnar. Við tekur tveggja ára framhaldsnám þar sem lögð er áhersla á verknám sem fram fer á endurhæfingarstöðvum, sjúkraþjálfunarstofum, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum.
Að jafnaði vinna nemendur lokaverkefni sín á fimmta ári.

Kennsla

Sjúkraþjálfun er kennd við læknadeild Háskóla Íslands.

Að loknu námi

MS próf í sjúkraþjálfun veitir rétt til að sækja um leyfi til að starfa sem sjúkraþjálfari. 

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika