Prentiðn er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Meginmarkmið þess er að nemendur öðlist þekkingu og færni til að takast á við viðfangsefni og nýjungar greinarinnar. Í því felst meðal annars að taka við verki á prentplötu, myndmóti eða á tölvutæku formi ásamt vinnu við prentun og umhirðu prentvéla.

Prentun er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla. Sjá nánar á heimasíðu skóla.
Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Prentiðn skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar prentunar og starfsþjálfun.
Fyrstu þrjár til fjórar annirnar er farið í grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina og síðan tekur sérhæfing prentunar við. Nemandi gerir námssamning við meistara í faginu þar sem starfsþjálfunin fer fram.

Kennsla

Prentiðn hefur verið kennd við Tækniskólann - skóla atvinnulífsins.

Að loknu námi

Að námi og starfsþjálfun lokinni er möguleiki á að fara í sveinspróf sem veitir rétt til starfa í greininni ásamt inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Störf

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika