Hæfniþrep: 3
Lyfjatæknabraut picture

Lyfjatækni er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst meðal annars að veita þekkingu og færni til afgreiðslu, sölu og dreifingu lyfja.

Lyfjatækninám veitir löggild starfsréttindi. Námstími er 6 - 7 annir að meðtalinni starfsþjálfun.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðu skóla.

Námið hefur verið lánshæft hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms, fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám á lyfjatæknabraut skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar og starfsþjálfun. Sérgreinar lyfjatækna eru eingöngu kenndar í fjarnámi með einstaka staðbundinni lotu.

Kennsla

Lyfjatæknabraut er kennd við Fjölbrautaskólann við Ármúla.

Að loknu námi

Námið veitir réttindi til að starfa sem lyfjatæknir. Eins er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika