Nám í læknisfræði til kandídatsprófs er grunn- og framhaldsnám á háskólastigi. Í grunnnáminu er farið í eðlis- og efnafræði, byggingu og starfsemi mannslíkamans, sjúkdóma, meinafræði og lyfjafræði ásamt siðfræði og samskiptum við sjúklinga. Í kandídatsnáminu tekur við meiri sérhæfing sem nánar er lýst í námsskipulagi.

Náminu lýkur með BS prófi og kandídatsprófi. Námstími til BS prófs er þrjú ár og önnur þrjú til kandídatsprófs.

Námsvalshjól Háskóla Íslands

Kröfur

Umsækjendur sem lokið hafa stúdentsprófi eða sambærilegu námi geta tekið inntökupróf sem haldið er í júní ár hvert, sjá nánar.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið byggist á skyldu- og valnámskeiðum og er kennt í staðnámi. Að grunnnáminu loknu tekur við þriggja ára kandídatspróf þar sem lögð er áhersla á klíníska þjálfun. Verkleg kennsla fer fram á sjúkradeildum og heilsugæslustöðvum auk fyrirlestra og umræðufunda.

 
Kennslugreinar kandídatsára:
1.ár: Lyf- og skurðlæknisfræði, myndgreining, meinefnafræði og háls-, nef- og eyrnasjúkdómafræði.
2 ár: Barnalæknisfræði, fæðinga- og kvensjúkdómafræði, geðlæknisfræði, taugasjúkdómafræði, augnsjúkdómafræði, húð- og kynsjúkdómafræði og erfðalæknisfræði.
3. ár: Heimilislæknisfræði, svæfingalæknisfræði, heilbrigðisfræði, réttarlæknisfræði, krabbameinslæknisfræði og endurhæfingarfræði ásamt þeim þáttum sem mikilvægir eru í starfi læknis.

Rannsóknarverkefni er unnið á þriðja ári. Á síðasta ári taka nemendur lokapróf.

Skipulag náms í læknisfræði.

Kennsla

Læknisfræði er kennd við læknadeild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Að loknu námi

Kandídatspróf í læknisfræði veitir rétt til að starfa sem læknakandídat. Til að öðlast lækningaleyfi þurfa læknakandídatar að ljúka 12 mánaða starfsþjálfun. Starfsleyfi er veitt af Landlæknisembættinu.
Námið veitir aðgang að framhalds- og sérfræðinámi í læknisfræði, auk meistara- og doktorsnáms.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika