Hæfniþrep: 3
Hársnyrting picture

Hársnyrtiiðn er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Meginmarkmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu og færni til að takast á við raunveruleg viðfangsefni, vinna eftir verklýsingu en jafnframt að vera skapandi. Eins er lögð áhersla á notkun efna og áhalda, upplýsinga- og samskiptatækni ásamt þjálfun í samskiptum við viðskiptavini. Raunfærnimat hefur farið fram í greininni.

Hársnyrtiiðn er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtalinni starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Kröfur

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðu skólanna.

Námið hefur verið lánshæft til framfærsluláns og annarra lána hjá Menntasjóði námsmanna. Eins veita fag- og stéttarfélög oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar hársnyrtiiðnar og starfsþjálfun.

Kennsla

Hársnyrtiiðn er kennd í TækniskólanumVerkmenntaskóla Austurlands og Verkmenntaskólanum á Akureyri. Grunnnám í hársnyrtiiðn er hægt að taka við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurlands og Menntaskólann á Ísafirði en meðalnámstími er fjórar annir.

Þá er Hárakademían einkarekinn hársnyrtiskóli sem býður upp á styttingu á námi í hársnyrtiiðn og undirbýr nemendur til sveinsprófs í greininni.

Að loknu námi

Að námi og starfsþjálfun lokinni er möguleiki á að fara í sveinspróf sem veitir rétt til starfa í greininni ásamt inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika