Hæfniþrep: 5
Fiskeldisfræði picture

Fiskeldisfræði er nám á háskólastigi. Markmið námsins er að gera nemendur færa um að sinna fjölbreyttum og sérhæfðum störfum í fiskeldisstöðvum og rekstri þeirra.

Náminu lýkur með diplóma gráðu. Námstími er eitt ár.

Kröfur

Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærilegt nám.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Námið samanstendur af tveggja til fjögurra vikna bók- og verklegum námskeiðum auk tólf vikna verknáms ýmist við Hólaskóla eða í kennslu- og rannsóknaaðstöðunni Verinu á Sauðárkróki.

Hægt að taka öll námskeið, hvert á fætur öðru, og ljúka náminu á einu ári, dreifa þeim yfir lengri tíma eða sitja einstök námskeið og nýta til endurmenntunar.

Kennsla

Nám í fiskeldi hefur verið kennt við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum, annars vegar eins árs diplómunám í fiskeldisfræði en hins vegar rannsóknatengt meistaranám í sjávar- og vatnalíffræði.

Einnig er námsbraut í fiskeldi á framhaldsskólastigi í boði við Verkmenntaskóla Austurlands auk námsframboðs Fisktækniskólans.

Að loknu námi

Að loknu námi eiga nemendur að geta tekið að sér sérhæfð störf í fiskeldisstöðvum og sinnt rekstri fiskeldisstöðva.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika