Félagsfræðibrautir framhaldsskóla leggja áherslu á greinar á borð við félags- og menntavísindi, uppeldisfræði, listir og menningu, sögu, sálfræði og heimspeki. Náminu lýkur með stúdentsprófi.

Oft getur verið nokkur skörun á milli félagsvísinda-, hugvísinda- og málabrauta hvað varðar kjörsviðs- og valgreinar.

Kröfur

Inntökuskilyrði á félagsvísindabrautir geta verið breytileg eftir skólum og best að kanna þau á heimasíðum skólanna. Nemendur þurfa þó yfirleitt að hafa lokið grunnskólaprófi með ákveðinni lágmarkseinkunn í bóklegum kjarnagreinum.

Námsskipulag

Nám á félagsvísindabrautum er að mestu bóklegt og skiptist alla jafna í kjarna- og valgreinar þannig að laga megi námið ákveðnum þörfum eða áhugasviðum en valið er alltaf mikilvægt er að skipuleggja með hliðsjón af aðgangsviðmiðum háskóla. Kennslu- og námsaðferðir geta verið fjölbreyttar en eru gjarnan verkefnamiðaðar og byggjast á samvinnu og samtali nemenda á milli sem og við kennara.

Kennsla

Félagsvísindabrautir eða skylt nám hefur verið í boði við flesta framhaldsskóla og best að kynna sér það nánar á heimasíðum hvers skóla fyrir sig.
 

Að loknu námi

Stúdentspróf í félags-og hugvísindum getur verið góður grunnur fyrir háskólanám í félags-, hug- og menntavísindum á borð við félagsfræði, sálfræði, sagnfræði, stjórnmálafræði, mannfræði, fjölmiðlafræði, uppeldisgreinar eða lögfræði.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika