Hæfniþrep: 5
Byggingafræði picture

Byggingafræði er nám á háskólastigi sem tengist m.a. hönnun nýbygginga, endurgerð gamalla húsa, samningagerð við verktaka, kostnaðarmati, gerð raunteikninga og hönnun eldvarna og hljóðeinangrunar.

Náminu lýkur með BSc gráðu. Námstími er um þrjú og hálft ár.

Kröfur

Til að hefja nám í byggingafræði þarf að hafa lokið burtfararprófi í iðngrein á byggingarsviði, stúdentsprófi, tækniteiknaranámi eða byggingariðnfræði.

Mælt er með að umsækjendur hafi lokið ákveðnum einingafjölda í stærðfræði, eðlisfræði, íslensku og ensku.

Námið er lánshæft til framfærslu og skólagjalda hjá Menntasjóði námsmanna. Fræðslusjóðir stéttarfélaga veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Nám í byggingarfræði skiptist í tvo hluta þar sem fyrri hlutinn er samkenndur í fjarnámi með byggingariðnfræði. Síðari hlutinn er verkefnamiðaður og fer fram í staðbundnum lotum. Hægt er að hefja fyrri hluta námsins bæði að hausti og vori en síðari hlutinn hefst alltaf á vorönn.

Hægt er ljúka náminu á þremur árum samhliða vinnu.

Kennsla

Nám í byggingafræði  hefur verið kennt við Háskólann í Reykjavík. Þar er einnig í boði byggingariðnfræði til diplómagráðu og byggingartæknifræði BSc.

Að loknu námi

Að lokinni BSc-gráðu má sækja um löggilt starfsheiti sem byggingafræðingur. Byggingafræðingar vinna fjölbreytt störf sem tengjast byggingariðnaði svo sem hjá teikni-, arkitekta- og verkfræðistofum eða verktakafyrirtækjum.

Ekki þinn tebolli?

Skoðaðu aðra valmöguleika