Bílamálun

Að komast í námið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla, sjá nánar á heimasíðu skólans.

Nám í bílamálun er lánshæft til framfærsluláns og annarra lána hjá LÍN.

Fag- og stéttarfélög veita oft styrki til náms. Fáðu frekari upplýsingar hjá þínu félagi.

Námsskipulag

Bílamálun skiptist í almennar bóklegar greinar, sérgreinar og starfsþjálfun.

  • Fyrsta árið er sameiginlegt grunnnám bíliðgreina en eftir það sérhæfa nemendur sig í bílamálun
  • Ekki er hægt að hefja nám til sveinsprófs í bílamálun nema hafa lokið grunnnáminu eða hliðstæðu námi sem skólinn metur
  • Nemandi gerir námssamning við meistara í faginu þar sem starfsþjálfunin mun fara fram

 

Athugaðu hvort námið eða hluti þess geti verið kennt í fjarnámi.

Hvar fer námið fram

Nám í bílamálun hefur verið kennt við Borgarholtsskóla.

Grunnnám bíliðngreina hefur einnig verið kennt við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Tækniskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri.

Að námi loknu

Að námi og starfsþjálfun lokinni er möguleiki að fara í sveinspróf sem veitir rétt til starfa í greininni ásamt inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs. Einnig er hægt að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs.