Bifreiðasmiður

Hæfnikröfur

Sem bifreiðasmiður þarftu að geta unnið sjálfstætt og skipulega við mat, viðgerð og uppbyggingu bilaðra ökutækja. Einnig þarf að hafa þekkingu til að ráðleggja og leiðbeina um mögulegar viðgerðir auk þess sem mjög reynir á hugkvæmni og úrræðasemi við nýsmíði í greininni.

Bifreiðasmiðir vinna mikið með málm og þurfa að nota margs konar handverkfæri, suðutæki, málmvinnsluvélar, mælitæki og réttingabúnað við vinnu sína.

Hvernig verð ég?

Bíliðngreinar eru kenndar við Borgarholtsskóla auk þess sem tveggja anna grunndeildir í málmsmíðum og véltækni má finna víða. Nám til bifreiðasmiðs tekur um þrjú og hálft ár.

Raunfærnimat hefur farið fram og/eða kann að vera í boði.

Nánari upplýsingar