Arkitekt

Hæfnikröfur

Arkitekt þarf að hafa áhuga á hönnun og teikningu bygginga. Mikilvægt er að geta unnið sjálfstætt ásamt því að getastjórnað hópi og unnið teymisvinnu. Gott er að hafa auga fyrir smáatriðum og góða tölvufærni þar sem starf arkitekta fer mikið fram með aðstoð teikniforrita.

Hvernig verð ég?

BA nám í arkitektúr við Listaháskóla Íslands er þriggja ára grunnnám án starfsréttinda. Nám til starfsréttinda tekur tvö til fjögur ár að grunnnámi loknu. Framhaldsnámi lýkur með meistaragráðu.

Að auki þurfa arkitektar að afla sér nokkurrar starfsreynslu til að fá réttindi til að leggja teikningar fyrir byggingarnefndir.